Ecospíruhunang er fyrsta flokks íslenskt villihunang sem selt er í heilsuverslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Katrín H. Árnadóttir, stofnandi og eigandi Ecospíru, hefur stundað býflugnarækt frá árinu 2010. Hún byrjað með eitt bú í garðinum heima í Garðabæ en smám saman fjölgaði búunum og loks voru þau flutt í skógræktarland Hafnarfjarðar.
Skógræktarsvæðið í Hafnarfirði er ekki sprautað með skordýraeitri, líkt og gert er í mörgum húsagörðum. Því er Ecospíruhunang hrein og ómenguð náttúruafurð.
Hollusta hunangs
Hunang er sannkölluð ofurfæða. Það inniheldur meðal annars 12 mismunandi mjólkursýrugerla sem koma frá hunangsmaga býflugnanna, þar af eru 8 tegundir lactobacillus og 4 bifidobakteríur. Þessir gerlar eru mikilvægir fyrir þarmaflóruna og bæta meltinguna. Þá er hunangið vírus-, sveppa- og bakteríudrepandi, auk þess sem það inniheldur fjölmörg næringarefni og vítamín.
Nektar sem Ecospírubýflugurnar ná í til hunangsframleiðslunnar eru einkum úr birkikjarri, furu- og grenitrjám, blágresi, beitilyngi, krækiberja- og bláberjalyngi, auk annars skógargróðurs sem er að finna á svæðinu.