Matgæðingar Ecospíra státar af breiðum hópi viðskiptavina. Í byrjun var markhópurinn fyrst og fremst áhugafólk um hollt mataræði og bætta heilsu en fljótlega bættust fleiri matgæðingar í hópinn. Nú eru spírur og smájurtir frá Ecospíru orðnar ómissandi hluti af matseðlinum á mörgum veitingastöðum höfuðborgarsvæðisins og daglega á borðum fyrirtækjamötuneyta sem leggja áherslu á ferskt, hollt og gott hráefni.
Spírur fara vel með öllum mat og eru allt í senn hollar, bragðgóðar og fallegar. Njótið þeirra með fiskinum, kjötinu eða grænmetisréttinum, út á salatið, ofan á brauðið eða pizzuna, í vefjuna, með hamborgaranum, í sushi, út í þeytinga og safa.
Mikilvægt er að hafa í huga að útvötnun og spírun er mikilvæg fyrir neyslu á öllum hnetum, korni, baunum og fræjum sem neytt er ferskra.
Hnetur, möndlur og fræ innihalda ríkulegan skammt af mikilvægum næringar- og snefilefnum og væri hægt að flokka sem ofurfæðu. Þessar fæðutegundir innihalda þó ákveðin dvalarefni sem hamla því að líkaminn geti nýtt sér stóran hluta þessara næringarefna. Til þess að svo geti orðið þarf að útvatna þessar fæðutegundir í 8-36 tíma fyrir neyslu. Möndlur og hnetur þurfa lágmark 24 tíma en fræ innan við 8 tíma, fer eftir stærð. Við útvötnun brotna dvalarefnin niður, spírun hefst og næringarefnin verða aðgengileg við neyslu. Ástæða þessara dvalarefna frá náttúrunnar hendi er að vernda innihaldsefni þessara fæðutegunda þar til tími þeirra er komin til að spíra og gefa af sér nýjar plöntur. Með því að útvatna erum við í raun að herma ferli náttúrnnar og nýta okkur þannig næringu þessara ofurfæðu
Uppskriftir

Orkudrykkur
2 dl blandað frosið mangó og ananas
1 dl vatn
1-2 lúkur sólblómaspírur eða grænkál
1/2 bolli alfalfa- eða brokkólí frá Ecospíru
1 msk hampfræ
1/2 -1 banani eftir stærð
1/2 lime (safinn)
1/2 tsk túrmerik
pipar á hnífsoddi
Blandið grænu og bananum út í síðast og þeytið alls ekki of lengi. Hellið í stórt drykkjarílát með loki og hafið með ykkur í nesti.
Uppskriftir

Spírusushi er einstaklega ferskt og gott.
Í stað hrísgrjóna er salatblað lagt ofan á nori-blaðið til hálfs og því næst um 30g brokkólí&smáraspírur Ecospíru.
Ofan á spírurnar er raðað langskornu grænmeti; avókadó, gúrku, papriku og gulrótum.
Þessu er svo rúllað varlega upp, endarnir límdir saman með vatni og lengjan skorin í tvennt á ská.
Uppskriftir

Morgundrykkur
Spíruð möndlumjólk
1 dl hindber
1 tsk blómafrjókorn
1 msk kakónibbur
1 banani
Spíruð möndlumjólk:
Möndlur, 1 dl, látnar liggja í vatni í 36 tíma í kæli. Skipt er um vatn tvisvar á dag. Eftir tvo sólarhringa eru möndlurnar afhýddar og settar út í blandara ásamt 3 dl af vatni, þeytt vel.
Loks er öllu blandað saman við möndlumjólkina, bananinn fer síðastur út í.

Ecospírusalat
1 haus icebergsalat, skorinn í strimla
1 lífrænt epli, smátt skorið
½-1 avókadó, eftir stærð
½ gúrka í teningum
½ rauð paprika í teningum
1 box próteinblanda frá Ecospíru
½ box t.d blaðlauks- eða radísuspírur
Dressing:
1 sítróna, safinn
4 dl vatn
1 msk tamarisósa
1 tsk gróft sinnep
2-3 msk möndlumauk
1-2 msk hunang
Ferskt dill, magn eftir smekk
Allt sett í blandara.

Gulrótarsalat með spírum
10 gulrætur, rifnar á rifjárni
15-20g radísuspírur Ecospíru
30g prótínblanda
Dressing:
2 msk sítrónusafi
1 msk tamarisósa
1 tsk hunang
2 tsk þurkað timían.

Turmerik spírudrykkur
2 bollar frosinn ananas
1 msk rifið engifer
1 tsk gott hunang
3/4 msk sítrónusafi
1/5 tsk turmerik
nokkur piparkorn
30g alfa- eða brokkólíspírur
Blandið öllu saman nema spírunum sem eru settar útí síðast eftir þeytingu á öðrum innihaldsefnum og blandað stutt saman eftir að spírurnar eru settar útí.