skip to Main Content

Matgæðingar Ecospíra státar af breiðum hópi viðskiptavina. Í byrjun var markhópurinn fyrst og fremst áhugafólk um hollt mataræði og bætta heilsu en fljótlega bættust fleiri matgæðingar í hópinn. Nú eru heilsu- og kryddspírur frá Ecospíru orðnar ómissandi hluti af matseðlinum á mörgum veitingastöðum höfuðborgarsvæðisins og daglega á borðum fyrirtækjamötuneyta sem leggja áherslu á ferskt, hollt og gott hráefni. Góðar með öllu Spírur henta með öllum mat og eru allt í senn hollar, bragðgóðar og fallegar. Þær passa með fiskinum, kjötinu eða grænmetisréttinum, út á salatið, ofan á brauðið eða pizzuna, í vefjuna, með hamborgaranum, í sushi, út í þeytinga og safa.

Uppskriftir

Orkudrykkur 2 dl blandað frosið mangó og ananas 1 dl vatn 1-2 lúkur spínat 1/2 bolli alfalfa- eða brokkólí&smáraspírur Ecospíru 1 msk hampfræ 1 msk hveitikím 1 1/2 banani 1/2 lime (safinn) 1/2 tsk túrmerik Blandið grænu og banönum út í síðast og þeytið alls ekki of lengi. Hellið í stórt drykkjarílát með loki og hafið með ykkur í nesti.

Uppskriftir

Spírusushi er einstaklega ferskt og gott. Í stað hrísgrjóna er salatblað lagt ofan á nori-blaðið til hálfs og því næst brokkólí&smáraspírur Ecospíru. Ofan á spírurnar er raðað langskornu grænmeti; avókadó, gúrku, papriku og gulrótum. Þessu er svo rúllað varlega upp, endarnir límdir saman með vatni og lengjan skorin í tvennt á ská.

Uppskriftir

Morgundrykkur Spíruð möndlumjólk 1 dl hindber 1 tsk blómafrjókorn 1 msk kakónibbur 1 banani Spíruð möndlumjólk: Möndlur, 1 dl, látnar liggja í vatni í 48 tíma. Skipt er um vatn tvisvar á dag. Eftir tvo sólarhringa eru möndlurnar afhýddar og settar út í blandara ásamt 3 dl af vatni, þeytt vel. Loks er öllu blandað saman við möndlumjólkina, bananinn fer síðastur út í.

Ecospírusalat 1 haus iceberg-salat, skorinn í strimla 1 epli, smátt skorið ½-1 avókadó, eftir stærð ½ gúrka í teningum ½ rauð paprika í teningum 1 box próteinblanda frá Ecospíru (spíraðar blandaðar baunir) ½ box t.d blaðlauks- eða radísuspírur dressing: 1 sítróna, safinn 4 dl vatn 1 msk tamarisósa 1 tsk gróft sinnep 2-3 msk möndlumauk 1-2 msk agave síróp eða hunang dill, ferskt eða þurrkað Allt sett í blandara.

Gulrótarsalat með spírum 10 gulrætur, rifnar á rifjárni 1 lófi radísuspírur Ecospíru dressing: 2 msk sítrónusafi 1 msk tamarisósa 1 tsk hunang 2 tsk timían, þurrkað Dressingunni hellt yfir salatið; fallegt og gott meðlæti með fiski, pasta eða mungbaunaspírum.

Avókadó- og karrýsalat með radísuspírum ½ box radísuspírur Ecospíru 1 paprika 2 avókadó 2 sellerístilkar 3 tómatar Paprika, avókadó og tómatar skorið í bita, fínhökkuðu sellerí blandað saman við. dressing: 1 dl vatn 2 msk sítrónusafi 2 msk tamarisósa 1 msk hunang 2 tsk karrý 1 tsk kummin eða kóríander eftir smekk Vatni, sítrónusafa, tamarisósu og hunangi blandað saman, ásamt kryddinu og hellt yfir grænmetið, Radísuspírunum dreift yfir salatið síðast.

Back To Top