skip to Main Content

Orkudrykkur 2

 

Orkudrykkur

Mjög góð útgáfa af orkudrykk Ann Wigmore. Ríkur af omega 3, blaðgrænu , andoxunarefnum og trefjum. Styrkir ónæmiskerfið, eykur súrefnisflæði og orku líkamans.

  • 2 dl frosinn ananas
  • 1 dl vatn
  • 25 g sólblómagrös eða grænkál
  • 30 g aflalfaspírur
  • 1 msk hampfræ
  • 1/2 stk banani
  • 1/2 stk safinn úr lime
  • 1/2 tsk túrmerikduft
  • 1/8 tsk pipar
  1. Setjið allt í blandara og þeytið. Hellið í drykkjarílát og njótið strax eða takið með ykkur í nesti.

Gott að hafa í huga að þeyta fyrst saman harða ávexti og grænmeti og enda á bönunum og fína grænmetinu ( káli og spírum).  Áferðin verður betri.

Back To Top