skip to Main Content

Reynslusaga Katrínar H. Árnadóttur, stofnanda Ecospíru

„Eftir margra ára glímu við bólgur og verki, og mikla þrautagöngu á milli lækna, ákvað ég árið 2007 að leita óhefðbundinna leiða og freista þess að ná heilsu á ný. Ég kynnti mér vandlega rannsóknir á heilsutengdu mataræði, þar á meðal spíruðu fæði og jákvæðum áhrifum þess á líkamsstarfsemina.

Ég ákvað að breyta um mataræði og neytti eingöngu lifandi fæðis, þar sem uppistaðan var spírað hráefni. Það er skemmst frá því að segja að verkir hurfu á nokkrum vikum og mín heilsufarsvandamál voru úr sögunni. Þessi reynsla mín kveikti ástríðu hjá mér fyrir heilnæmu fæði og heilbrigðum lífsstíl og varð hvatinn að stofnun Ecospíru haustið 2012. Matvælafyrirtækis sem hefði það að markmiði að framleiða hágæða heilsufæði, byggt á spíruðu hráefni.

Lærdómur minn er sá að mataræðið hefur gríðarlega mikil áhrif bæði á líkamlega og andlega líðan okkar. Ég er sannfærð um að næringarríkt og hreint fæði, ásamt hæfilegri hreyfingu, sé sterkasta vopn okkar gegn þeim fjölmögum sjúkdómum sem herja á mannkynið, s.s. krabbameini, alzheimers, hjartasjúkdómum, of háum blóðþrýstingi og stoðkerfisvandamálum.

Sá sem ekki er heill heilsu á aðeins eina ósk, að verða frískur. Það er einlæg von mín að framleiðsla Ecospíru muni stuðla að því að sem flestir geti átt margar, góðar óskir.”

Back To Top