skip to Main Content

Stefna og gildi

Gildi Ecospíru eru traust, gæði, heiðarleiki, heilbrigði og sjálfbærni.

Viðskiptavinir Ecospíru geta treyst því að gæði vörunnar séu fyrsta flokks, starfsfólk fyrirtækisins vinni af heilindum í allri framleiðslu og þjónustu við viðskiptavini og hafi heilbrigði þeirra að leiðarljósi.

Ecospíra fylgir sjálfbærri stefnu í rekstri sínum með því að lágmarka umhverfisáhrif fyrirtækisins, hámarka hæfni starfsfólks og tryggja vellíðan þess; ennfremur er miðað að því að rekstur fyrirtækisins verði sjálfbær.

Framtíðarsýnin er sú að Ecospíra verði í fararbroddi í framleiðslu á matvælum sem stuðlar að góðri heilsu neytandans.

Back To Top