skip to Main Content

Ecospíra er leiðandi í framleiðslu á spírum úr fræjum, linsum, ertum og baunum. Engin kemísk efni, aukaefni eða rotvarnarefni eru notuð við framleiðsluna, sem uppfyllir ströngustu gæðakröfur.

Ecospíra hefur hlotið lífræna vottun frá Vottunarstofunni Túni. Með vottun Túns er staðfest að fyrirtækið noti lífræn og óerfðabreytt fræ við framleiðslu á lífrænum spírum og framleiðsluferlið samræmist reglum um lífræna framleiðslu. Ennfremur er vottunin staðfesting þess að gæðastjórnun, skráningar og merkingar uppfylli settar kröfur.

Stofnandi Ecospíru og eigandi er Katrín H. Árnadóttir, viðskipta- og umhverfisfræðingur.

Back To Top